Um Húrra Reykjavík

Húrra Reykjavík er meira en fataverslun. Húrra Reykjavík er fyrirbæri þar sem hinir ýmsu heimar mætast og sameinast. Hönnun, tónlist, sköpunargleði, listgreinar, ljósmyndun og textasmíði fá stórt pláss í hugarheimi Húrra. Húrra vill skapa vettvang fyrir fólk til að hlúa að slíkum áhugamálum.

Margir þekkja Húrra sem herrafataverslun enda opnaði verslunin eingöngu sem slík í september 2014 við Hverfisgötu 50. Það er erfitt að koma því í orð hvað aðskilur Húrra frá öðrum verslunum eða gerir hana sérstaka. Hver einasta flík í verslunum Húrra er handvalin af starfsmönnum fyrirtækisins sem gerir litlu verslanirnar á Hverfisgötu enn persónulegri. Húrra Reykjavík er rekið áfram af ástríðu og krafti.

Sá kraftur varð til þess að fyrirtækið tvöfaldaðist að stærð í ágúst 2016 með opnun kvenfataverslunar á Hverfisgötu 78. Mikill áhugi kvenna á stefnu og hugmyndafræði Húrra varð til þess að stökkið var tekið. Verslunin er spegilmynd af herraversluninni þar sem framúrstefnuleg hönnun, gæði, klassík og notagildi mætast.

Vörumerki:

ADIDAS ORIGINALS, ANDERSON´S, ASICS / ONITSUKA TIGER, BLANCHE, CARHARTT WIP, CHAMPION, COMMON PROJECTS, DEMOCRATIQUE SOCKS, EDWIN, FILLING PIECES, HAN KJØBENHAVN, JASON MARKK, KAPPA, LIBERTINE-LIBERTINE, MADS NØRGAARD, (MALIN+GOETZ), MARIA BLACK, NIKE SPORTSWEAR, NORSE PROJECTS, PUMA, STONE ISLAND, STÜSSY, RED WING, THE NORTH FACE, VANS, WON HUNDRED, WOOD WOOD.

dsc02512

IMG_0951

dsc02679

IMG_0944

dsc02728

dsc02612