Shopping cart

close

Húrra Reykjavík mælir með — Kvikmyndir

Við hjá Húrra Reykjavík settum saman lista af okkar uppáhalds kvikmyndum. Tilvalið fyrir heimaveru á tímum samkomubanns.

Njótið vel!

LA HAINE (1995)

“It’s not about how you fall, it’s about how you land”

Frábær mynd í alla staði sem sýnir frá sólahring í lífi þriggja ungmenna í úthverfi Parísar. Fyrst og fremst er það atburðarrás myndarinar sem heillar en á sama tíma er tískan sem grípur mig. Merki eins og Carhartt WIP, Nike, Champion & Sergio Tacchini eru mjög áberandi í myndinni.

– Hákon Þór Harðarson 

WAVES (2019)

Tilfinningarþrungin en falleg saga sem snertir við manni. Horfði á myndina ein og hringdi í allar vinkonur mínar og sagði þeim að horfa á hana svo ég gæti talað við einhvern um myndina. Flott kvikmyndataka, ath. hvernig ramminn breytist í gegnum myndina og gott soundtrack. Myndin er frá kvikmyndaverinu A24 sem klikkar seint.

– Liv Benediktsdóttir

THE USUAL SUSPECTS (1995)

Það er alls ekki auðvelt að mæla með einhverri einni kvikmynd. Eitt mitt helsta áhugamál eru kvikmyndir og ég væri eiginlega frekar til í að gera topp 30 lista en að nefna einhverja eina. En ein af mínum uppáhalds allra tíma, mynd sem ég get alltaf horft á aftur er The Usual Suspects frá 1995 í leikstjórn Bryan Singer. Að mínu mati ein besta kvikmynd allra tíma, frábært handrit, framúrskarandi leikstjórn og magnaður hópur leikara. Kevin Spacey stelur óneitanlega senunni ásamt því að þeir Stephen Baldwin og Benicio Del Toro eiga stórleik. Myndin heillaði gagnrýnendur ekkert sérstaklega á sínum tíma og Roger Ebert gaf henni meðal annars eina og hálfa stjörnu af fjórum og kallaði myndina ruglingslega og óáhugaverða, þrátt fyrir það hlaut myndin þó tvenn óskarsverðlaun. Ég mæli meða að horfa á The Ususual Suspects og skilja símann eftir inni í herbergi, engar truflanir.

– Sindri Snær Jensson

TALLADEGA NIGHTS (2006)

Talledega Nights er stórfengleg og hjartnæm saga um vonir, drauma, ást og örlög á ógnarhraða.
If you ain’t first, you’re last.

– Vala Jóhannsdóttir Roff

THE DARJEELING LIMITED (2007)

Þrátt fyrir að allar kvikmyndirnar eftir leikstjórann Wes Anderson séu í miklu uppáhaldi hjá mér þá er þessi efst á mínum lista. Myndin fjallar um þrjá bræður sem ferðast í gegnum Indland með lest að leit af móður sinni eftir að faðir þeirra lést, í von um að samband þeirra muni styrkjast. The Darjeeling Limited gefur mér mikinn innblástur fyrir fallegum litapallettum, list, tísku og ferðalögum. Þessi mynd lætur mann svo sannarlega vilja ferðast til Indlands, tilvalið að láta sig dreyma á þessum tímum!

– Sara Sigríður Ólafsdóttir