About Húrra Reykjavík

EST. 2014

About Húrra Reykjavík

Húrra Reykjavík er meira en fataverslun. Húrra Reykjavík er fyrirbæri þar sem hinir ýmsu heimar mætast og sameinast. Hönnun, tónlist, sköpunargleði, listgreinar, ljósmyndun og textasmíði fá stórt pláss í hugarheimi Húrra. Húrra vill skapa vettvang fyrir fólk til að hlúa að slíkum áhugamálum.

Margir þekkja Húrra sem herrafataverslun enda opnaði verslunin eingöngu sem slík í september 2014 við Hverfisgötu 50. Það er erfitt að koma því í orð hvað aðskilur Húrra frá öðrum verslunum eða gerir hana sérstaka. Hver einasta flík í verslunum Húrra er handvalin af starfsmönnum fyrirtækisins sem gerir litlu verslanirnar á Hverfisgötu enn persónulegri. Húrra Reykjavík er rekið áfram af ástríðu og krafti.

Sá kraftur varð til þess að fyrirtækið tvöfaldaðist að stærð í ágúst 2016 með opnun kvenfataverslunar á Hverfisgötu 78. Mikill áhugi kvenna á stefnu og hugmyndafræði Húrra varð til þess að stökkið var tekið. Verslunin er spegilmynd af herraversluninni þar sem framúrstefnuleg hönnun, gæði, klassík og notagildi mætast.

Hverfisgata 50

Hverfisgata 78