Shopping cart

close

RED WING HERITAGE

RED WING er stofnað árið 1905 í bænum Red Wing í Minnesota, Bandaríkjunum.
Fyrirtækið var stofnað í þeim tilgangi að sjá bandarískum iðnaðarmönnum fyrir vönduðum, þægilegum og sterkbyggðum leðurskóm sem þoldu langa vinnudaga í erfiðum og krefjandi aðstæðum. Í dag, 113 árum seinna, er markmiðið ennþá hið sama og standa Red Wing mjög framarlega á heimsvísu í framleiðslu á skóm fyrir iðnaðarmenn samtímans.

Þrátt fyrir það heldur vörumerkið fast í rætur sínar með “Red Wing Heritage” vörulínunni. Red Wing Heritage samanstendur af bestu og vinsælustu skóm upphafsára Red Wing. Einstaklega fallegir og góðir leðurskór, framleiddir með nákvæmlega sömu aðferðum og notaðar voru snemma á síðustu öld: Handgerðir af skósmiðum með áratugareynslu, sólinn festur á með “Goodyear welt” aðferð og leðrið saumað saman með þremur þráðum til að tryggja hámarksendingu.

Red Wing Heritage hefur verið fáanlegt í Húrra Reykjavík frá degi eitt og á merkið sér þegar stóran og tryggan hóp aðdáenda á Íslandi.
Fyrir ykkur sem ekki þekkja Red Wing þá segjum við einfaldlega:
Kynntu þér málið hér að neðan. Betri og fallegri skó er erfitt að finna ásamt því að þeir henta frábærlega við íslenskar aðstæður.