Shopping cart

close

Spring Summer Playlist

Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að spila góða tónlist í Húrra Reykjavík. Við báðum Ísak Erni og Alexíu Mist sem starfa á Hverfisgötu 50 & 78 að setja saman sitt hvorn spilunarlistann sem fanga stemninguna í verslunum okkar. Njótið vel!

Við spurðum Ísak & Alexíu nokkrar tónlistartengdar spurningar:

1. Hvaða tónlistarmaður/kona/hljómsveit hafði mest áhrif á þig á unglingsárunum?

Ísak:

Nirvana: Hér byrjaði ég.

Wu-Tang-Clan: Kom mér inn í hip-hop.

MF Doom: Hálfgerður inngangur að jaðartónlist.

Kanye West: Yeezus er enn uppáhalds platan mín.

Sigur Rós: Ekkert íslenskara eða heiðarlegra.

Honorable mentions: Kendrick Lamar, D’angelo, Björk.

Alexía:

Ég hef alltaf dýrkað Rihönnu og Frank Ocean og held ég að þau hafi haft mest áhrif á mig á unglingsárunum. Ég hlustaði nánast bara á frekar chillaða tónlist þá og komu þau sér vel í það!

2. Bestu tónleikar sem þú hefur farið á og afhverju?

Ísak:

Sigur Rós, jól 2017. Fullkomin epík. Við félagi minn, Jökull, fórum saman en hljómsveitin er auðvitað einskonar átrúnaðargoð hans og varð, í kjölfarið, eiginlega mitt líka.

Alexía:

Hef farið á nokkra mjög góða en fyrir stuttu fór ég á tónleika með John Mayer og þeir voru æðislegir. Hann er sjúklega góður á sviði og gaf frá sér gott kozy vibe og smá rokk fíling líka. Hann er geggjaður að spila á rafmagnsgítarinn sinn sem mér fannst örugglega það besta við tónleikana!

3. Hvað hlustaru á þegar þú vilt komast í stuð?

Ísak:

Gísli Pálmi – Gísli Pálmi

Gísli stígur vart feilspor á þessu einstaka tónverki. Platan gengur jafnt í partýið sem í ræktina.

Alexía:

Það þarf ekki mikið fyrir mig til þess að komast í stuð. Ég er með mjög fjölbreyttan tónlistarsmekk en það er alltaf safe að henda í góð throwback lög til þess að komast í stuð. Svo elska ég líka að komast í þægilegt stuð og þá hlusta ég oft á kozy wine playlistann minn.

4. Hvaða plötu myndiru alltaf mæla með?

Ísak:

1. Channel Orange – Frank Ocean

Ég þekki ekki eina manneskju – að minni bestu vitund – sem fílar ekki þessa plötu.

2. A Love Supreme – John Coltrane

Magnum opus djassins.

Alexía:

Myndi alltaf mæla með plötunni Channel Orange með Frank Ocean. Hún er alltaf solid ásamt Graduation með Kanye West. Svo dýrka ég A Night at the Opera með Queen og er mikið at the moment að hlusta á plötuna Lay Low með Lou Doillon.